Skilmálar

Netkría ehf sendir staðfestingu í netpósti um leið og pöntun hefur borist.

Afhendingarmáti: Vörur eru sendar næsta virka dag eftir pöntun

Afhending: Öllum pöntunum er dreift af Póstinum eða starfsmönnum Netkríu. Afhendingar – og flutningsskilmálar Póstsins gilda um afhendingu vörunnar af póstinum.

Sendingarkostnaður: er KR: 2500,-. Ef verslað er fyrir meira en 15.000 krónur fellur sendingarkostnaður niður.

Greiðsla fer í gegnum netbanka.

Greiðslugjald er 250,- kr. Við sendum þér greiðsluseðil í heimabanka. Greiðslugjald er 250,- kr. Ef ekki er greitt á eindaga bætist við 550,- kr innheimtuviðvörun. Ef kemur til milliinnheimtu bætist við 1.000,- króna kostnaður.

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndabrengl. Netkría ehf áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara.

Skilaréttur: Kaupandi getur skipt vöru innan 14 daga frá kaupdegi í aðra vöru en þá þarf kvittun að fylgja með og þarf varan að vera í upprunalegu ástandi. Einnig er hægt að skila keyptri vöru innan 14 daga frá kaupdegi gegn inneignarnótu. Seljandi tekur einungis við vörum séu þær ónotaðar og í upprunalegum umbúðum og ásigkomulagi. Sé greiðslukvittun ekki til staðar er tekið við vörunni á því verði sem hún er til sölu á hverju sinni. Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað ef skila þarf vörunni. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Ábyrgð: Ábyrgðarskilmálar eru samkvæmt íslenskum neytendalögum.

Eignarréttarfyrirvari: Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.

Trúnaður: Við heitum viðskiptavinum okkar fullum trúnaði. Upplýsingar verða ekki afhendar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum í tengslum við viðskiptin.

Varnarþing: Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstól.

Netkría ehf

Furuási 26

221 Hafnarfirði